Fréttir og tilkynningar
Fréttir og tilkynningar: 2023
Fyrirsagnalisti
Skatthlutfall, persónuafsláttur og skattþrep ársins 2024
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um staðgreiðsluhlutfall næsta árs, sem og fjárhæð persónuafsláttar og hvar skattþrepamörkin munu liggja.
Lesa meiraGistináttaskattur tekinn upp að nýju
Gistináttaskattur kemur aftur til framkvæmda frá og með 1. janúar 2024. Skatturinn var afnumin tímabundið vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Frá áramótum verður hann lagður á að nýju, þó í nokkuð breyttri mynd.
Lesa meiraHeimild til endurgreiðslu VSK vegna kaupa á hleðslustöðvum fellur úr gildi
Vakin er athygli á að um næstu áramót mun, að öllu óbreyttu, falla úr gildi heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum fyrir bifreiðar.
Lesa meiraVSK-ívilnun vegna kaupa á rafmagnsbifreiðum fellur niður um áramót
Undanfarin ár hafa verið í gildi sérstakar ívilnanir fyrir kaupendur og innflytjendur rafmagns- og vetnisbifreiða. Þessar ívilnanir munu að óbreyttu falla niður um næstu áramót.
Lesa meiraTilkynning um skuld við ríkissjóð
Í kjölfar álagningar lögaðila á framtal 2023, vegna rekstrarársins 2022, er mörgum fyrirtækjum að berast ábendingar á Ísland.is um gjaldfallna skuld við ríkissjóð sem er komin í innheimtu.
Lesa meiraRangar kröfur í netbönkum hjá launagreiðendum í skilum
Villa varð við vinnslu upplýsinga vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds sem varð til þess að rangar kröfur birtust í netbönkum launagreiðenda. Unnið er að því að fjarlægja rangar kröfur.
Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu
Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu verður þann 8. nóvember næstkomandi í húsnæði Skattsins að Katrínartúni 6 kl. 09:15 til 10:00. Fundinum verður einnig streymt fyrir þau sem kjósa það frekar.
Hald lagt á ólögleg lyf og steratengd efni í alþjóðlegri aðgerð
Tollgæslan, Lyfjastofnun og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð INTERPOL sem beindist að ólöglegum lyfjum sem keypt eru á netinu.
Lesa meiraMöguleg skipti á búi 176 félaga á grundvelli laga um ársreikninga
Ársreikningaskrá sendi í dag tilkynningu til 176 félaga þar sem þeim var veittur fjögurra vikna frestur til að skila inn ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi samkvæmt lögum um ársreikninga.
Lesa meiraAuglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2023
Álagningu tekjuskatts 2023 á lögaðila sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð skulu á vegna tekjuársins 2022 skv. lögum um tekjuskatt, er lokið.
Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2023
Skatturinn hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2023 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.
Lesa meiraBirting álagningar lögaðila 2023
Álagning lögaðila fer fram 31. október nk. og eru álagningarseðlar birtir á þjónustuvef Skattsins 25. október. Kröfur vegna innheimtu gjalda í kjölfar álagningar birtast í netbönkum sama dag.
Lesa meiraKonur og kvár leggja niður störf hjá Skattinum
Opið verður hjá Skattinum á morgun 24. október venju samkvæmt og nauðsynleg lágmarksþjónusta tryggð. Búast má við miklum hnökrum á þjónustu vegna fjarveru kvenna og kvára.
Lesa meiraSkatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fjórða árið í röð
Á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, var Skattinum veitt viðurkenning Jafnvægisvogarinnar. Viðurkenningin er veitt þeim sem hafa jafnt kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar.
Lesa meiraSameining skattkerfisins 2010
Út er komin grein Gunnars Karlssonar um sameiningu níu skattstofa og ríkisskattstjóra í eitt embætti frá og með árinu 2010.
Yfir fjögur þúsund félög sektuð vegna vanskila á ársreikningum
Ársreikningaskrá hefur tilkynnt forsvarsfólki yfir fjögur þúsund félaga um álagningu 600.000 króna stjórnvaldssektar vegna vanskila á ársreikningi til birtingar í Ársreikningaskrá.
Félag sektað vegna brots á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti
Þann 20. september 2023 ákvað ríkisskattstjóri að leggja stjórnvaldssekt á SB bókhald slf. vegna brota gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meiraÁminning á Ísland.is um gjaldfallna skuld við ríkissjóð
Þessa dagana er mörgum landsmönnum að berast ábendingar á Ísland.is um gjaldfallna skuld við ríkissjóð sem er komin í innheimtu.
Lesa meiraSpurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Opnað hefur verið fyrir árlega spurningakönnun ríkisskattstjóra vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meiraHeimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar á leiðrétting.is framlengd
Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns hefur verið framlengd til og með 31. desember 2024. Umsækjendur þurfa að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun fyrir 30. september 2023.
Lesa meiraLokaskiladagur skattframtals lögaðila er 30. september nk.
Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2022, en álagning lögaðila fer fram 31. október nk.
Lesa meiraSkatturinn í Reykjavík flytur í Katrínartún 6
Öll móttaka viðskiptavina Skattsins á höfuðborgarsvæðinu, þar með talin fyrirtækja- og ársreikningaskrá, er nú flutt í nýtt húsnæði í Katrínartúni 6 í Reykjavík.
Lesa meiraBreytingar á tollskrá sem taka gildi 1. september 2023
Um mánaðamótin taka gildi breytingar á tollskrá sem allir innflytjendur, tollmiðlarar og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar þurfa að kynna sér.
Innheimta skattaskulda vegna álagningar
Þessi dægrin er mörgum að berast kröfur í heimabanka frá ríkissjóðsinnheimtum án skýringa. Þessar kröfur kunna að vera vegna álagningar opinberra gjalda vegna tekjuársins 2022.
Lesa meiraVið flytjum í Katrínartún á miðvikudag
Afgreiðsla Skattsins á höfuðborgarsvæðinu flytur í Katrínartún 6 á miðvikudaginn. Afgreiðslan í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 er opin til og með þriðjudeginum 29. ágúst.
Lesa meiraÁlagningarskrá einstaklinga vegna tekjuársins 2022 lögð fram
Álagningarskrá vegna álagningar á einstaklinga á árinu 2023 vegna tekjuársins 2022 er til sýnis frá 17. ágúst til 31. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Lesa meiraFrestur til að skila ársreikningi rennur út 31. ágúst nk.
Ársreikningi ber að skila eigi síðar en mánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs.
Lesa meiraTilkynning vegna umbúðagjalds á plastpoka til heimilisnota
Þann 13. júní sl. felldi yfirskattanefnd úrskurð í máli nr. 100/2023 þar sem deilt var um lögmæti álagningar úrvinnslugjalds á plastpokum til heimilisnota.
Skil á ársreikningum til opinberrar birtingar
Frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 verður ekki lengur tekið á móti ársreikningum eða samstæðureikningum á pappír. Öllum ársreikningum skal skilað í gegnum þjónustuvef embættisins, þ.e. www.skattur.is.
Lesa meiraFramlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar
Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd til og með 31. desember 2024.
Lesa meiraGrein um sögu skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra komin út
Út er komin grein um sögu skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra eftir Gunnar Karlsson, fyrrverandi skattstjóra. Greinin er aðgengileg hér á vef Skattsins.
Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar framlengd
Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd út árið 2024.
Lesa meiraTölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga 2023
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2023, á tekjur ársins 2022. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.
Lesa meiraAuglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2023
Álagningu opinberra gjalda á árinu 2023 er lokið á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga um tekjuskatt. Álagningar- og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef Skattsins; www.skattur.is.
Birting álagningar einstaklinga 2023
Niðurstöður álagningar einstaklinga 2023, vegna tekna 2022, hafa verið birtar á þjónustuvef Skattsins. Inneignir verða greiddar út 1. júní og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum.
Lesa meiraRafrænt undirrituð löndunarvottorð og staðfest afrit tollskýrslu í Tollalínu
Innflytjendur og tollmiðlarar geta nú sótt Löndunarvottorð / Landing Certificate af tollafgreiddri SAD tollskýrslu í tollalínuna án endurgjalds. Þar er jafnframt hægt að sækja staðfest afrit af SAD tollskýrslu.
Tekjuskattslögin 100 ára
Í tilefni þess að í ársbyrjun 2022 voru liðin 100 ár frá gildistöku fyrstu tekjuskattslaganna hefur Sigmundur Stefánsson, fyrrverandi skattstjóri í Reykjanesumdæmi, ritað grein þar sem tekin eru fyrir meginefni laganna (einkum tekjuskattsins) og hverju helst var verið að velta fyrir sér við setningu þeirra.
Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2021
Skattskrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021 ásamt virðisaukaskattsskrá þess árs eru til sýnis dagana 16. mars til 30. mars 2023, að báðum dögum meðtöldum.
Vegna áritunar námslána á framtöl
Menntasjóður námsmanna (áður LÍN) sendi frá sér tilkynningu um að sjóðurinn hefði fyrir mistök ekki sent ákveðna tegund lána til áritunar fyrir opnun skattframtals.
Lesa meiraSkattframtal 2023 - skilafrestur til 14. mars
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2023, vegna tekna 2022, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.
Lesa meiraSkatturinn hlýtur fyrstu verðlaun í Lífshlaupinu
Úrslitin í Lífshlaupinu 2023 voru kunngjörð síðastliðinn föstudag og stóð starfsfólk Skattsins uppi sem sigurvegarar í hópi vinnustaða með 400-799 starfsmenn í fyrsta sinn.
Lesa meiraEingöngu er tekið við SAD tollskýrslum frá og með 1. mars 2023
Vakin er athygli innflytjenda á að frá og með 1. mars 2023 verður eingöngu hægt að taka við SAD (E2) tollskýrslum í tollakerfi Skattsins.
Fyrirlestur um öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum
Þann 2. mars nk. munu Tollayfirvöld í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) standa fyrir viðburði um öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum. Fyrirlesari er Lars Karlsson sérfræðingur hjá Maersk.
Lesa meiraOpnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 1. mars nk.
Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2022 að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars.
Lesa meiraRíkisskattstjóri hefur tekið ákvörðun um að krefjast skipta á þeim lögaðilum sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur
Ríkisskattstjóri hefur tekið ákvörðun um að krefjast skipta á 870 lögaðilum fyrir héraðsdómi sem bar að skrá raunverulega eigendur og hafa ekki sinnt skráningarskyldu sinni.
Lesa meiraLágmarks Tax-free endurgreiðsla hækkar
Vakin er athygli á reglugerðarbreytingu sem varðar skilyrði endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis. Með breytingunni hækkar lágmarks kaupverð vöru úr kr. 6.000 í kr. 12.000.
Lesa meiraUnglingum fæddum 2008 ranglega sent bréf
Mistök áttu sér stað við úttekt á úrtaki til sendingar bréfs til 16 ára unglinga. Um 1500 unglingar í 2008 árgangi rötuðu ranglega inn í úrtakið og fengu bréf sem ætlað var unglingum fæddum árið 2007.
Lesa meiraFyrirtæki sektað vegna brots á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti
Þann 27. janúar 2023 ákvað ríkisskattstjóri að leggja stjórnvaldssekt á Nótu ehf., kt. 560511-0510, vegna brots á ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lesa meiraOpnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2023
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2023, vegna tekna 2022, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31. maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 30. september.
Fyrsta greiðsla barnabóta ársins 2023
Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2023 verður miðvikudaginn 1. febrúar n.k., forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins undir flipanum samskipti.
Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila 2023 birtir á þjónustuvef
Lögaðilum, sem gert er að greiða fyrirfram upp í þau gjöld sem lögð eru á í álagningu, hafa verið birtir fyrirframgreiðsluseðlar á þjónustuvef Skattsins.
Lesa meiraÁhersluatriði í eftirliti með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)
Eftirlit ársreikningaskrár með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð reikningsskila sinna mun í samráði við Verðbréfaeftirlit Evrópu (European Securities and Markets Authority) beinast að eftirfarandi þáttum.
Tilkynning um skuld við ríkissjóð
Að undanförnu hefur Skatturinn sent greiðsluáskorun til þeirra aðila sem hafa gjaldfallna skuld við ríkissjóð. Hún er birt á pósthólfi viðkomandi á vefsíðunni Ísland.is.
Lesa meiraAuknar endurgreiðsluheimildir virðisaukaskatts fallnar úr gildi
Skatturinn vill vekja athygli á því að fallnar eru úr gildi auknar endurgreiðsluheimildir sem settar voru sem liður í viðbrögðum stjórnvalda við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru.
Lesa meiraTveir kynningarfundir fyrir hugbúnaðarhús
Fundirnir eru ætlaðir hugbúnaðarhúsum sem smíða eða selja hugbúnað sem sendir tollskýrslur til Skattsins með EDI samskiptum. Fundirnir fara fram í gegnum Teams.
Endurgreiðsla raffangaeftirlitsgjalds
Með dómi Landsréttar 25. mars 2022 í máli nr. 744/2020 var innheimta gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum (QB-gjald) dæmd ólögmæt. Gjaldtakan byggðist á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og var nánar útfærð reglugerð um raforkuvirki.
Lesa meiraFyrirhuguð slit og skipti þeirra lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur
Með nýlegri lagabreytingu var ríkisskattstjóra falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum.
Lesa meiraTöluverður fjöldi mála hér á landi í tengslum við alþjóðlega aðgerð
Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að ólöglegum lyfjum og steratengdum efnum og bar nafnið Shield III. Alls tóku 28 ríki þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í átta mánuði á árinu 2022.
Lesa meiraSkráning húsaleigusamninga í húsnæðisgrunn HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Skatturinn vilja vekja athygli á því að um áramótin tóku gildi breytingar á húsaleigulögum og tekjuskattslögum sem tengjast útleigu á húsnæði til búsetu leigutaka. Breytingarnar ná ekki til heimagistingar, svo sem Airbnb.
Lesa meiraBreytingar á bifreiðagjaldi um áramótin
Nú um áramót var lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds hækkuð úr 7.540 kr. upp í 15.080 kr. fyrir hvert gjaldtímabil. Breytingin hefur mest áhrif á bifreiðagjald ökutækja með litla eða enga skráða koltvísýringslosun eins og sparneytna bíla og rafmagnsbifreiðar.
Lesa meira