Skatthlutfall, persónuafsláttur og skattþrep ársins 2024
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um staðgreiðsluhlutfall næsta árs, sem og fjárhæð persónuafsláttar og hvar skattþrepamörkin munu liggja.
Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2024
Skattþrep 1: Af tekjum 0 – 446.136 kr. | 31,48% |
Skattþrep 2: Af tekjum 446.137 - 1.252.501 kr. | 37,98% |
Skattþrep 3: Af tekjum yfir 1.252.501 kr. | 46,28% |
Skatthlutfall barna (fædd 2009 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári | 6% |
Persónuafsláttur á mánuði | 64.926 kr. |
Persónuafsláttur á ári | 779.112 kr. |
Vefur Skattsins verður uppfærður til samræmis.