Úrskurðir tollgæslustjóra

Úrskurður nr. 3/2006

Tollflokkun á hýslum fyrir harða diska af gerðunum AivX DVP – 370 og DVP – 254

19.7.2006

Embættið hefur móttekið erindi yðar sem dagsett er þann 09.06.06 og barst undirrituðum þann 16. júní sl. Í erindinu kærið þér til úrskurðar samkvæmt 117. gr. tollalaga nr. 88/2005 með síðari breytingum tollflokkun á ofangreindum hýslum.

Afgreiðslu málsins seinkaði vegna tafa er urðu á framvísun sýnishorna af vörunum.

Um er að ræða búnað fyrir harða diska sem tengjast tölvum með UBS tengjum. Gegnum tölvuna má síðan mata inn á harða diskinn í búnaðinum alls konar margmiðlunarefni. Eftir að efni hefur verið tekið upp á harða diskinn í tækjunum geta þau sent efnið til sjónvarpstækis. Tækin skila bæði myndum og tónlist saman eða

t.a.m. tónlist sérstaklega. Þessar tvær gerðir eru misöflugar en að öðru leyti sams konar.

Þó ekki sé unnt að taka efni beint upp án milligöngu tölvu geta þau eins og áður sagði skilað efni án hennar. Hér á því orðalag vöruliðar 8521 “Myndupptökutæki eða myndflutningstæki (video), einnig með innbyggðum myndmóttakara (video tuner)”. Orðlagið vísar til þess að myndflutningstæki þarf hvorki að geta tekið upp efni eða vera með myndmóttakara. Orðalagið “… einnig með innbyggðum myndmóttakara” kann að villa fyrir einhverjum en þess ber þá að geta að í frumtextanum segir “…whether or not incorporating a video tuner” .

Þá má benda á skýringarrit Alþjóða tollastofnunarinnar við vörulið 8521 (liður A önnur málsgrein) sem fylgir hér með í ljósriti.

Úrskurður:

Með vísan til 117. gr. laga nr. 88/2005 með síðari breytingum úrskurðar tollstjórinn í Reykjavík að tollflokka beri AivX DVP – 370 og DVP – 254 hýsla úr ofangreindri sendingu í tnr. 8521.9029.

Úrskurðurinn er kæranlegur til ríkistollanefndar, Skúlagötu 57, Reykjavík og er kærufrestur 60 dagar frá póstlagningu bréfs þessa, sbr. 1. mgr. 118 gr. tollalaga nr. 88/2005 með síðari breytingum.

Reykjavík, 19. júlí 2006

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum