IFRS Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar

Félög sem hafa skráð verðbréf á skipulögðum verðbréfamarkaði ber skylda til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð ársreiknings eða samstæðureiknings síns. Framangreindum félögum er einnig heimilt að beita þeim við samningu ársreikninga dótturfélaga sinna og félaga sem eru í meirihlutaeigu félaga innan samstæðunnar. Er þetta í samræmi við VIII. kafla ársreikningalaga.

Félög sem eru yfir stærðarmörkum sem tilgreind eru í 2. tölul. 1. gr. ársreikningalaga geta sótt um heimild til ársreikningaskrár til að beita stöðlunum við gerð ársreiknings eða samstæðureiknings síns.

Einnig ber vátryggingafélögum að beita alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum við samningu ársreikninga og samstæðureikninga sinna samanber ákvæði í 56. gr. laga nr. 56/2010 um vátryggingafélög.

Ársreikningaskrá hefur eftirlit með öllum félögum sem skylt er að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum eða nýta sér heimild til beitingu þeirra og getur í því skyni krafist allra þeirra upplýsinga og gagna sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftirlitið.

Skilafrestur á ársreikningum sem gerðir eru samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum er þegar í stað við samþykkt þeirra og eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.

Eftirlit með IFRS reikningsskilum

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum