Barnabætur á fæðingarári

Reiknivél barnabóta

Á árinu 2025 eru foreldrum í fyrsta sinn greiddar barnabætur á fæðingarári barnsins. Fjárhæðin sem greidd er á fæðingarári kemur til lækkunar þeirra barnabóta sem greiddar verða í febrúar og maí árið eftir.

Barnabætur á fæðingarári eru greiddar út sjálfkrafa til foreldra. Ekki þarf að sækja um.

Foreldrar barna sem flytja til landsins fá einnig greiddar barnabætur sjálfkrafa á flutningsári eftir sömu reglum.

Flytji barn úr landi á árinu fellur greiðslan niður þann ársfjórðung.

Barnabætur á fæðingarári

  • Fara eftir sömu reglum um tekjuskerðingu og almennar barnabætur.
  • Skiptast jafnt á milli hjóna og fólks í sambúð. Hjúskaparstaða miðast við skráningu í þjóðskrá þann ársfjórðunginn.
  • Eru jafn háar hjá hjónum, fólki í sambúð og hjá einstæðum foreldrum.

Barnabætur á fæðingarári eru greiddar út þrisvar sinnum yfir árið:

  • 1. maí - börn fædd í janúar – mars
  • 1. ágúst – börn fædd apríl – júní (og fyrr á árinu)
  • 1. nóvember – börn fædd júlí – september (og fyrr á árinu)

Fjárhæð hverrar greiðslu er 12% af fyrirframgreiðslu barnabóta miðað við hjón og samskattaða aðila að teknu tilliti til skerðinga.

Fjárhæðin sem greidd er á fæðingarári er dregin af barnabótum sem annars kæmu 1. febrúar og 1. maí árið eftir.

Tökum dæmi:

 Barn fæðist í febrúar

Barn flytur til landsins

Ekki hægt að afþakka

Barnabætur á fæðingarári barns sem greiddar eru 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember er ekki hægt að afþakka, jafnvel þó að fyrirséð sé að greiða þurfi barnabæturnar til baka. 

Barnabætur á fæðingarári hærri en áætluð fyrirframgreiðsla

Þegar fyrirframgreiðsla barnabóta er reiknuð fyrir febrúar og maí árið eftir er fyrirframgreiðslan vegna barnabóta á fæðingarári barns dregin frá og eftirstöðvum skipt á tvær greiðslur, 1. febrúar og 1. maí.

Komi í ljós að barnabætur á fæðingarári hafi verið hærri myndast skuld sem þarf að greiða til baka í álagningu þann 1. júní. 

Ítarefni

Meira um barnabætur

Hvar finn ég reglurnar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum