Vörugjald af ökutækjum

.

Útreikningur vörugjalda

Hér er gerð grein fyrir ýmsum atriðum, sem snerta breytingar á útreikningi vörugjalda af fólksbifreiðum og öðrum vélknúnum ökutækjum, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. gr. laga um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. nr. 29/1993. 

Losun koltvísýrings (CO2-gildi) - skráning í ökutækjaskrá Samgöngustofu

Heiti vörugjalda, sem reiknuð eru skv. CO2-gildi

Útreikningur N1, N2 og N3 vörugjalda

Sérstakt vörugjald af ökutækjum

Sérstakt vörugjald sem nemur 5% er lagt á öll ökutæki óháð orkugjafa og koltvísýringslosun. Samanlagt vörugjald skal þó ekki nema meira en 65% á hvert ökutæki.

Undanþágur vegna vörugjalda 

Sérstakar reglur gilda um útreikning vörugjalds, sem lagt er á leigubifreiðar til fólksflutninga, bifreiðar til ökukennslu og sérútbúnar bifreiðar til fólksflutninga. 

Útreikningur vörugjalda skv. undanþáguaðferð

Tegundir ökutækja sem njóta undanþágu

Um eftirtaldar bifreiðar gilda, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sérstakar reglur um vörugjald.

Leigubifreiðar

Bifreiðar til ökukennslu

Sérútbúnar bifreiðar til fólksflutninga

Húsbifreiðar

Rafmagns- vetnis og tengiltvinnbifreiðar

Rafmagns og vetnisbifhjól, létt bifhjól eða rafmagnsreiðhjól og önnur reiðhjól

Metangasbifreiðar

Sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta

Framkvæmd lækkunar eða niðurfellingar vörugjalds af ökutækjum

Umsókn um lækkun eða niðurfellingu vörugjalds skal beint til tollyfirvalda.

Sá sem sækir um niðurfellingu eða lækkun skal undirrita yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann skuldbindi sig til að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru í ákvæðum um nýtingu ökutækis o.fl. Með undirritun yfirlýsingar skuldbindur aðili sig til greiðslu ógreidds vörugjalds verði brotið gegn fyrrgreindum skilyrðum og staðfestir vitneskju þess efnis að lögveð sé í viðkomandi ökutæki fyrir ógreiddu vörugjaldi.

Sé skráður eigandi ökutækis eignarleiga skal hún jafnframt staðfesta vitneskju um fyrrgreind skilyrði og lögveð vegna vangoldins vörugjalds ef skilyrði eru ekki uppfyllt.

Eignarleigufyrirtæki sem hyggst nýta rétt til niðurfellingar vörugjalds skal afhenda skattinum undirritaða yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé kunnugt um framangreind skilyrði um nýtingu ökutækis svo og skyldu fyrirtækisins til greiðslu á hluta eftirgefins vörugjalds verði ökutækið tekið til annarra nota.

Tilgreina skal í ökutækjaskrá ef vörugjald hefur verið lækkað í samræmi við framangreint. Óheimilt er að umskrá ökutæki sem tilgreint hefur verið með slíkum hætti fyrr en að fenginni heimild skattsins.

Ekki skal lækka eða fella niður vörugjald samkvæmt framangreindu nema sótt sé um eftirgjöf fyrir nýskráningu eða í beinum tengslum við hana.

Heimilt er að selja ökutæki sem notið hefur lækkunar vörugjalds samkvæmt framangreindu, enda greiði sá sem notið hefur lækkunar, hluta eftirgefins vörugjalds, í réttu hlutfalli við þann tíma sem eftir er miðað við heildartíma kvaðar.

Jafnframt er heimilt að taka ökutækið til annarrar notkunar en lá til grundvallar lækkunar, innan tilgreindra tímamarka, enda greiði sá sem notið hefur lækkunar, hluta eftirgefins vörugjalds, í réttu hlutfalli við þann tíma sem eftir er miðað við heildartíma kvaðar.

Ítarefni

Lög og reglur

Eyðublöð

Nánari upplýsingar

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum