Söluhagnaður

Söluhagnaður af eignum einstaklinga sem ekki eru nýttar í atvinnurekstri getur bæði myndað skattskyldar tekjur og verið skattfrjáls. Fer það eftir tegundum eigna og eignarhaldstíma auk annarra skilyrða.

Undantekningar frá skattskyldu eru:

  • Hagnaður manns af sölu lausafjár sem ekki er notað í atvinnurekstri nema eignanna hafi verið aflað í þeim tilgangi að selja með hagnaði.
  • Hagnaður manns af sölu íbúðarhúsnæðis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Hagnaður manns af sölu frístundarhúsnæðis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Hagnaður manns af sölu tiltekinna hlutabréfa sem keypt voru á árunum 1990-1996 að vissu hámarki og uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Skattskyldur hagnaður af sölu eigna sem ekki tengjast atvinnurekstri myndar stofn til fjármagnstekjuskatts. Gera þarf grein fyrir sölu eigna og útreikningi söluhagnaðar/sölutaps á eyðublaði RSK 3.02. 

Eyðublöð (RSK 3.02) 

Almenna reglan er að söluhagnaður eigna telst mismunur söluverðs og stofnverðs eignarinnar, eftir atvikum að teknu tilliti til áður fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar og að frádregnum sölukostnaði. Auk þess sem söluhagnaður hjá einstaklingum getur verið skattfrjáls þá getur verið heimilt að dreifa eða fresta tekjufærslu hans.

Dreifing söluhagnaðar

Söluhagnaður/tap af hlutabréfum

Kaupverð hlutabréfa - jöfnunarverðmæti/jöfnunarstuðull

Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis

Hagnaður af sölu annarra fasteigna

Hagnaður af sölu lausafjár

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð

Einu sinni var...

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum