Tollmiðlarar

.

Starfsemi tollmiðlara

Tollmiðlara er heimilt að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda.

Starfsemi tollmiðlara er leyfisskyld. Í lögunum er gerður áskilnaður um hvaða skilyrði tollmiðlari þarf að uppfylla til að fá starfsleyfi. Ríkar kröfur eru gerðar til stjórnarmanna tollmiðlarafélags og daglegs stjórnanda, svo sem að þeir hafi óflekkað mannorð, séu búsettir á Íslandi eða í EES landi og hafi ekki hlotið dóm vegna brota á tollalögum o.fl.

Þjónusta tollmiðlara getur verið frá því að veita ráðgjöf um einföld atriði í tengslum við gerð tollskýrslna til þess að koma fram fyrir hönd inn - eða útflytjenda gagnvart tollyfirvöldum við tollskýrslugerð og greiðslu aðflutningsgjalda.

Tollmiðlara er heimilt að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda og hafa með höndum eftirtalda þjónustu í tengslum við tollafgreiðslu vöru:

  1. Ráðgjöf við gerð tollskjala, svo sem tollflokkun og útreikning aðflutningsgjalda.
  2. Tollskýrslugerð vegna inn- og útflutnings.
  3. Beiðni um tollafgreiðslu vöru.
  4. Greiðslu aðflutningsgjalda fyrir hönd innflytjanda.

Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis

Tollstjóri heldur skrá yfir tollmiðlara.

Eftirlit með tollmiðlurum

Skyldur tollmiðlara

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum