Persónuafsláttur

.

Persónuafsláttur

Reiknivél staðgreiðslu

Persónuafsláttur er frádráttur sem nota má til lækkunar á tekjuskatti af launum og lífeyri.

Rétt til persónuafsláttar eiga þau sem eru heimilisföst á Íslandi og eru 16 ára eða eldri. Hjá þeim sem verða 16 ára á árinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.

Sama gildir um þau sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda.

Persónuafsláttur er 68.691 kr. á mánuði á árinu 2025 (Sjá nánar)

Information available in English

Hvernig nýti ég persónuafslátt?

Áður en laun eru greidd þarf að upplýsa launagreiðanda um eftirfarandi um persónuafslátt og skattþrep:

  • Hvort nýta eigi persónuafslátt
  • Frá og með hvaða mánuði
  • Upplýsingar um uppsafnaðan persónuafslátt (ef við á)
  • Hvaða skattþrep skal nota

Ábyrgð á réttum upplýsingum

Það er á ábyrgð hvers og eins að upplýsa sinn launagreiðanda um rétt skattþrep og hvernig nýting persónuafsláttar skuli vera háttað svo rétt staðgreiðsluhlutfall sé dregið af launum við útborgun.

Launagreiðendur hafa ekki aðgang að upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar fólks hjá fyrri launagreiðendum.

Komi til ofnýtingar persónuafsláttar eða greiðslu í röngu skattþrepi getur það leitt til þess að of lítið er dregið af við útborgun. Myndast þá skuld við álagningu þegar tekjuárið er gert upp. Það er hvers og eins einstaklings að greiða þann mismun.

Uppsafnaður persónuafsláttur

Ofnýting á persónuafslætti

Hvar finn ég upplýsingar um nýttan persónuafslátt?

Skipting persónuafsláttar milli launagreiðenda

Skipt um vinnu

Leiðbeiningarmyndbönd

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um persónuafslátt
Hvernig nýti ég persónuafslátt?
(opnast á youtube.com)

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um persónuafslátt 
Skipt um vinnu eða unnið á tveim stöðum
(opnast á youtube.com)

 

 

 

 

 

 

 

Persónuafsláttur maka

Heimilt er að nýta persónuafslátt maka að fullu eða að hluta ef maki nýtir hann ekki sjálfur. 

Framvísa þarf yfirliti um nýttan persónuafslátt maka af þjónustusíðu Skattsins hjá launagreiðanda til staðfestingar á samsköttun annars vegar og ónýttum persónuafslætti hinsvegar, ef við á. Komi nafn maka fram á yfirlitinu er launagreiðanda heimilt að nýta persónuafslátt maka.

Þetta á aðeins við um hjón sem eru samvistum og sambúðaraðila sem uppfylla skilyrði til samsköttunar og skila sameiginlegu skattframtali. 

Skilyrði fyrir samsköttun

Fólk sem býr saman í óvígðri sambúð á rétt á samsköttun óski það þess skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð tveggja einstaklinga sem uppfylla skilyrði fyrir að vera skráðir í sambúð í Þjóðskrá, enda eigi þeir barn saman eða von á barni saman eða sambúðin hefur varað í samfellt eitt ár hið skemmsta. 

Umsókn um samsköttun skal skila með skattframtali. Umsókn þarf að vera samþykkt af báðum aðilum og sýna þarf fram á að skilyrði til samsköttunar séu uppfyllt.

Flutningur til/frá landinu

Persónuafsláttur erlendis búsettra

Persónuafsláttur manna með rekstur

Persónuafsláttur við andlát

Álagning

Ábyrgð á réttri nýtingu persónuafsláttar

.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Skattkort lögð af

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum