Staðgreiðsla

Til að geta skilað staðgreiðslu og tryggingagjaldi rafrænt þarf sendandi að vera á launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra og hafa annað hvort rafræn skilríki eða fengið úthlutað sérstökum veflykli, staðgreiðslulykli. Þeir sem eru á launagreiðendaskrá geta sótt um lykilinn „með einum smelli“ á þjónustusíðu sinni, skattur.is

Boðið er upp á rafræn skil á staðgreiðslu með tvennum hætti. Annars vegar vefskil á www.skattur.is og hins vegar skeytaskil úr launkerfi.

Með rafrænum skilum er hægt að skila skilagrein og sundurliðun, stofna kröfu til greiðslu í heimabanka, gera leiðréttingar og fá yfirlit. Áminningar um eindaga eru sendar í tölvupósti, til þeirra sem eru í rafrænum skilum, auk orðsendinga og annarra tilkynninga.

Staðgreiðslu skilað frá launakerfi

Staðgreiðslu skilað á skattur.is

Greiðsla - krafa í heimabanka

Staðgreiðslukrafa finnst ekki í heimabanka

Skoða og leiðrétta


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum