Ferill ágreiningsmála

Til glöggvunar er sett fram eftirfarandi yfirlit yfir gang máls hjá ríkisskatt­stjóra samkvæmt málsmeðferðarreglum skattalaga og er þá miðað við að skattaðili svari bréfum og nýti sér rétt til að kæra mál til yfirskattanefndar.

Fyrir álagningu

Leiðréttingar ríkisskattstjóra á skattframtali

Þegar framtalsfresti er lokið skal ríkisskattstjóri leggja opinber gjöld á skattaðila samkvæmt framtali hans. Þó skal ríkisskattstjóri leiðrétta augljósar reikningsskekkjur. Enn fremur getur ríkisskattstjóri leiðrétt fjárhæðir einstakra liða ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli stjórnvalda, svo og einstaka liði framtals ef telja má að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi. Ríkisskattstjóra ber að tilkynna skattaðila um leiðréttingar fjárhæða og breytingar sem byggja á óyggjandi upplýsingum.

Eftir álagningu

Mál hefst að frumkvæði skattaðila.

Kærur

Erindi

Mál hefst að frumkvæði ríkisskattstjóra.

Þegar ríkisskattstjóri hefur frumkvæði að máli, svo sem við skoðun framtalsgagna skattaðila fyrir eða eftir álagningu, eru gerðar strangari formkröfur vegna meðferðar málsins. Ef ríkisskattstjóri telur að afla þurfi upplýsinga í máli sendir hann skattaðila fyrirspurn og óskar skýringa og gagna varðandi tiltekið atriði í framtalsskilum skattaðila. Ríkisskattstjóri getur einnig sent þriðja aðila, t.d. fjármálafyrirtæki, beiðni um upplýsingar og gögn er varða tiltekinn skattaðila. Innköllun gagna getur átt sér stað áður en fyrirspurn hefur verið send af stað eða samhliða henni.

Ef um er að ræða skoðun á framtali fyrir álagningu tilkynnir ríkisskattstjóri gjaldanda um breytingar á skattframtali. Slíkar breytingar eru kæranlegar í kærufresti. Á ríkisskattstjóra hvílir rannsóknarskylda, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 .

Boðun breytinga

Úrskurður/endurákvörðun ríkisskattstjóra

Breyting á skattframkvæmd

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum